Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Níu milljónum úthlutað til 
uppbyggingar á Reykjanesi
Brimketill er vinsæll ferðamannastaður á Reykjanesi.
Fimmtudagur 12. mars 2020 kl. 07:43

Níu milljónum úthlutað til 
uppbyggingar á Reykjanesi

Tvö verkefni á Reykjanesi fengu úthlutað tæpum níu milljónum króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Verkefnin sem um ræðir eru við Brimketil, þar sem bæta á útsýnispall og auka öryggi. Reykjanes jarðvangur hlaut þann styrk, samtals 4,1 milljón króna. Hitt verkefnið sem um ræðir er hönnun aðstöðu fyrir ferðamenn til útivistar í Sólbrekkuskógi. Styrkur veittur til undirbúnings- og hönnunarvinnu á eldaskála með samtengdum salernum og útikennsluaðstöðu í Opnum skógi í Sólbrekkuskógi. Skógræktarfélag Íslands hlaut styrkinn að upphæð 4,7 milljón króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024